
Afmæliskylfingur dagsins: Charles Blair Macdonald – 14. nóvember 2011
Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939 er afmæliskylfingur dagsins. Um hann verður nánar fjallað í kylfingum 19. aldar síðar. Hér skal látið staðar numið við að nefna að Charles hafði meiriháttar áhrif á þróun golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum. Hann byggði fyrsta 18 holu golfvöllinn í Bandaríkjunum og var drifkrafturinn og frumkvöðull að stofnun bandaríska golfsambandsins (USGA = United States Golf Association). Charles sigraði fyrsta US Amateur golfmótið og byggði síðar suma af helstu golfvöllum í Bandaríkjunum. Hann er oft nefndur faðir bandarísks golfarkítektúrs. Charles Blair Macdonald er í frægðarhöll kylfinga.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Petrea Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1949.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi