Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charles Blair Macdonald – 14. nóvember 2011

Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 –  d. 21. apríl 1939 er afmæliskylfingur dagsins. Um hann verður nánar fjallað í kylfingum 19. aldar síðar. Hér skal látið staðar numið við að nefna að Charles hafði meiriháttar áhrif á þróun golfíþróttarinnar í Bandaríkjunum. Hann byggði fyrsta 18 holu golfvöllinn í Bandaríkjunum og var drifkrafturinn og frumkvöðull að stofnun bandaríska golfsambandsins (USGA = United States Golf Association). Charles sigraði fyrsta US Amateur golfmótið og byggði síðar suma af helstu golfvöllum í Bandaríkjunum. Hann er oft nefndur faðir bandarísks golfarkítektúrs. Charles Blair Macdonald er í frægðarhöll kylfinga.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Petrea Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1949.

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is