Fallegi, brosmildi Kaliforníustrákurinn Bryson DeChambeau, næsta stórstjarna Bandaríkjamanna í golfinu?
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2019

Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 26 ára. Segja má að árið 2018 hafi verið ár DeChambeau, því hann sigraði í 3 PGA mótum á árinu og 4 allt í allt. Síðasti sigur hans kom 4. nóvember 2018 á Shriners Hospitals for Children Open

Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (56 ára); Iceland Hiking (55 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (26 ára).

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is