Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brynja Haraldsdóttir og Paige Spiranac – 26. mars 2023

Það er Brynja Haraldsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún er fædd 26. mars 1968 og á því 55 ára stórafmæli!!! Brynja er í Golfklúbbi Patreksfjarðar (GP). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

Brynja Haraldsdóttir, margfaldur klúbbmeistari kvenna í GP. Mynd: Í einkaeigu.

Brynja Haraldsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Paige Spiranac

Paige Renee Spiranac fæddist í Wheat Ridge, Colorado, 26. mars 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í dag. Hún er þekktust fyrir þann mikla fjölda fylgjenda sem hún hefir á félagsmiðlum, þar sem hún birtir myndir af sér fáklæddri oftar en ekki úti á golfvelli, en Paige er mikill áhugakylfingur og birtir oftar en ekki álit sitt á því sem er efst á baugi í golfheimnum hverju sinni og hefir á undanförnum misserum t.d. ekki farið leynt með vanþóknun sína á LIV golfmótaröðinni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Edith Cummings, 26. mars;  David Delong, 26. mars 1959 (64 ára); Debbie Hall, 26. mars 1960 (63 ára); Arnar Birgisson, 26. mars 1965 (58 ára); Lee Porter, 26. mars 1966 (57 ára); Ian Guy Hutchings, 26. mars 1968 (55 ára); Rachel Raastad, (norsk – spilar á LET access), 26. mars 1989 (34 ára); Paige Spiranac, 26. mars 1993 (30 ára); Saxhamar Sh (56 árs) …. og …..

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is