Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Brenden Pappas.

Brenden Pappas fæddist í Phalaborwa, Suður-Afríku, 7. maí 1970 og á því 51 árs afmæli. Hann er sá yngsti af 3 bræðrum; Sean (fæddur 1966) og Deane (fæddur 1967). Brenden og bróðir hans Deane spiluðu í bandaríska háskólagolfinu með University of Arkansas þaðan sem Brenden útskrifaðist árið 1993 með Bachelor’s gráðu í markaðsfræðum. Hann gerðist atvinnumaður í golfi seinna útskriftarár sitt 1993. Síðan þá hefir hann mestmegnis spilað á Sólskinstúrnum suður-afríska og 2. deildinni í Bandaríkjunum. Hann á í beltinu 3 sigra á þessum mótaröðum þ.e.:

Sólskinstúrnum: 

  • 1998 Vodacom Series: Gauteng 

Nationwide Tour 

Brendan og bróðir hans Dean Pappas voru fyrstu bræðurnir til þess að komast á Nationwide Tour (nú Korn Ferry Tour) samtímis árið 2001.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru : Kathy Ahern 7. maí 1949 – 6. júlí 1996; Craig Wood, 7. maí 1968 (53 ára); Henrik Bjørnstad, 7. maí 1979 (42 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is