Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 20. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bobby Locke – 20. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er Arthur D´Arcy „Bobby“ Locke. Bobby fæddist 20. nóvember 1917 í Germiston Suður-Afríku og hefði orðið 94 ára í dag, hefði hann lifað. Hann er fyrsti kylfingurinn frá Suður-Afríku sem eitthvað kvað að á alþjóðavettangi. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1938. Á löngum ferli sínum vann hann 72 sigra m.a. vann hann Opna breska 4 sinnum: 1949, 1950, 1952 og 1957. Bobby Locke fékk m.a. inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1977. Hann lést í Jóhannesarborg, Suður-Afríku 1987.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Íris Ægisdóttir, f. 21. nóvember 1953.

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is