Blair O´Neal.
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 13:25

Afmæliskylfingur dagsins: Blair O´Neal – 14. maí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Blair O´Neal.  Blair O´Neal fæddist 14. maí 1981 í Macomb, Illinois og er því 31 árs . Hún fluttist aðeins 2 ára gömul til Arizona. Þegar hún var lítil var hún í ballet, jazzballet og hafði gaman af klappstýruleikjum en féll algerlega fyrir golfinu 11 ára gömul. Hana dreymdi um að fara í Arizona State háskólann og vinna gullið með golfliði skólans og að verða einn góðan veðurdag atvinnukylfingur. Frá 12 ára aldri æfði hún stíft, oft með pabba sínum oft langt fram yfir sólsetur á æfingasvæðinu. Það var stuðningur fjölskyldu hennar sem gerði golfferil hennar mögulegan: Hún var í U.S. Junior Ryder Cup Team í Valderrama, á Spáni; hún var valin í AJGA Cannon Cup Team; varð í 2. sæti í Woman’s Western Tournament og vann til verðlauna í AJGA Ping Phoenix Jr. Championship.

Í menntaskóla tókst Blair bæði að fá háar einkunnir og bæta við golfverðlaunagripum í skápinn heima. Blair var í Corona del Sol High School, í Tempe, Arizona og útskrifaðist þaðan árið 1999. Hún útskrifaðist með háa einkunn, 3.8 GPA (hæst gefið 4) og vann þrívegis til verðlauna í 5A Regional Golf Championship, í 4 skipti Golf MVP og var ríkismeistari Arizona í golfi (ens.: Arizona State Golf Champion) árin 1998-1999.

Þegar Blair var 17 ára rættist draumur henar þegar hún kynntist golfþjálfara Arizona State háskólans, Lindu Vollstedt, sem vildi þá þegar fá Blair í lið sitt. Blair gerðist því “Sun Devil” (heiti á golfliði skólans) og keppti í hverju einasta móti þau 4 ár sem hún var í háskóla. Hún sigraði í 2 af 3 keppnum NCAA um lengsta drævið og var ein af þeim sem áttu lengstu drævin í háskólagolfinu, á sínum tíma

Blair útskrifaðist úr háskóla, sem fyrirliði golfliðsins og með gráðu í samskiptum, sem aðalfag og félagsfræði sem undirgrein. Eftir útskrift hóf hún að spila golf á golfmótum atvinnumanna um Bandaríkin, í Japan, Thaílandi, Kóreu og Kína. Golfið veitti Blair tækifæri til að ferðast um heiminn og kynnast ólíkum menningarheimum. Besta skor hennar eru 67 högg og hún hefir einu sinni farið holu í höggi.

Blair gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 6 árum síðan, í janúar 2004 og keppti á West Coast Ladies Golf Tour, the Futures Tour og tvívegis í Orient Masters í Kína. Sumarið 2007 var hún valin af Nike til þess að kenna við Nike Golf School í San Diego, Kalíforníu.

Fyrir utan sem þessi 1,78 m háa og 58 kg þunga platínublondína er atvinnugolfari er hún á samningi hjá FORD Models og Sports Unlimited Talent og hefir hún starfað sem módel á sýningum, í tískublöðum, auglýsingum, vefsíðum ofl. um öll Bandaríkin og í Asíu.

Árið 2008 lenti Blair í undanúrslitum í vali SPORTS ILLUSTRATED á „One of the Hottest 50 Athletes of All-Time“, þ.e. í vali á „50 heitustu íþróttamönnum allra tíma“. Stuttu eftir það hlaut hún milljónir atkvæða um netið í öðru vali sem InGameNow.com og Sports Illustrated stóðu fyrir í vali á „World’s Hottest Athlete“ (heitasta íþróttamanni í heimi), en þar varð hún í 2. sæti (semi-finalist) og var efst af þeim kylfingum, sem valið stóð um.

Blair kom fram í BIG BREAK: PRINCE EDWARD ISLAND þætti á Golf Channel, sem hóf göngu sína 2009 og hefir nú nýverið gert samning við Donald Trump um að hún komi fram í þætti hans “The Fabulous World of Golf.”

Nú nýverið komst hún í gegnum úrtökumót og keppti í desember 2010 um að hljóta kortið sitt á LPGA, sem henni tókst ekki.

Blair hefir fegurð íþróttamannsins og sýningarstúlkunnar blandað saman í eitt. Hún er gífurleg keppnismanneskja með mikið “dræv” til þess að standa sig sem best í því sem henni finnst gefa lífinu gildi, golfinu, sem alltaf verður nr. 1 og sýningarstörfum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Kristín (Halldóra) Pálsdóttir, GK, 14. maí 1945 (67 ára);  Frank Ivan Joseph Nobilo, 14. maí 1960 (52 ára);  Zuzana Kamasová, 14. maí 1978 (34 ára);  Blair O´Neal, 14. maí 1981 (31 árs); Shaun Norris (suður-afrískur) 14. maí 1982 (30 ára stórafmæli!!!);  Kieran Pratt, 14. maí 1988 (sigraði á Zaykabar Myanmar Open 5. feb 2012 á Asítúrnum), (24 ára);  Caroline Masson, 14. maí 1989 (varð í 5. sæti á Ricoh Women´s British Open 2011), 23 ára ….. og…..

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Grein greinarhöfundar um Blair O´Neal hefir áður birtst á iGolf í október 2010.