Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson – 2. desember 2022
Afmæliskylfingur dagsins er Bjarki Pétursson.
Bjarki Pétursson er fæddur 2. desember 1994 og á því 28 ára afmæli í dag. Bjarki er afrekskylfingur í Golfklúbbi Borgarness (GKB) og hefir m.a. orðið klúbbmeistari GB 5 sinnum í röð!!!
Bjarki var m.a. valinn efnilegasti kylfingur Íslands á lokahófi GSÍ, 10. september 2011. Árið 2011 tók Bjarki þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Árið 2011 var Bjarka gott en hann varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára pilta bæði í holukeppni og höggleik og m.a. kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar á Íþróttahátíð UMSB í kjölfarið; hann var síðan valinn íþróttamaður Borgarness 3. árið í röð, árið 2013.
Árið 2012 spilaði Bjarki bæði á Unglingamótaröð Arion banka og á Eimskipsmótaröðinni og það sama er að segja árið 2013; hann lék bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Árið 2012 vann Bjarki 1. mótið á Unglingamótaröðinni uppi á Skaga, sem og 3. mótið í Korpunni.
Bjarki hefir spilað á mótum erlendis í ár m.a. tók hann þátt í Finnish Amateur Championship 2012 og 2013.
Þá er eftirminnilegt þegar Bjarki varð í verðlaunasæti (3. sæti) í einstaklingskeppninni á European Boys Challenge Trophy, sem fram fór í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu en mótið fór fram dagana 20.-22. september 2012.
Frá árinu 2013 er eftirminnilegt þegar Bjarki fór holu í höggi á 15. braut Islantilla á Spáni, 13. apríl 2013. Eins vann hann nokkur opin mót t.a.m. Opna Nettó mótið á heimavelli sínum Hamarsvelli og sömuleiðis Opna Icelandair Hotels mótið í júlí 2013.
Það sem gerðist markvert í lífi Bjarka 2014 var að hann útskrifaðist frá Menntaskólanum í Borgarnesi. Bjarki lék með Kent State í bandaríska háskólagolfinu í Ohio. Hér heima spilar hann á Mótaröð hinna bestu.
Árið 2019, sem og í ár, 2022, var hann einn þriggja (2019) og tveggja (2022) íslenskra kylfinga, sem tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Evróputúrinn, sem er stórglæsilegt, en því miður komst hann ekki í gegn, að þessu sinni og munaði sáralitlu í bæði skiptin.
Sjá má eldra viðtal, sem Golf1 tók við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:
Komast má á facebook síðu Bjarka til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:
Bjarki Peturson (28 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Matthew Shippen, Jr., (f. 2. desember 1879 – d. 20. maí 1968); Jóhanna Axelsdóttir 2. desember 1943 (79 ára); Jenny Lee Smith, 2. desember 1948 (74 ára); Jay Haas, 2. desember 1953 (69 ára); Logi Bergmann 2. desember 1966 (56 ára); Alexander Čejka, 2. desember 1970 (52 ára); Ölver Jónsson (52 ára ); Marco Ruiz, 2. desember 1974 (48 ára); Shawn Stefani, 2. desember 1981 (41 árs) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024