Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson.  Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og er því 14 ára í dag!

Birkir Orri, sem er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) lék á Íslandsbankamótaröðinni s.l. sumar og vakti þar athygli fyrir frábæra spilamennsku sína.  Þannig hafnaði hann í 2. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni í strákaflokki, sem fram fór á Oddinum og sigraði í 5. móti mótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri – lék á  samtals 2 yfir pari, 144 höggum (70 74).

Af öðrum afrekum Birkis Orra í sumar mætti nefna að hann sló draumahöggið í fyrsta sinn í júlí, þegar hann var að æfa sig af hvítum teigum í Leirunni.

Birkir Orri Viðarsson, GS. Mynd: Golf 1

Birkir Orri Viðarsson, GS. Mynd: Golf 1

Mikið efni á ferð þar sem Birkir Orri er!!!

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Birkir Orri Viðarsson (14 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (37 ára); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (26 ára) ….. og ……

Búi Vífilsson  (57 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is