Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björnsson – 14. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björnsson. Birgir er fæddur Bastilludaginn, 14. júlí 1978 og er því 37 ára í dag!!! Hann er menntaður kylfusmiður og starfar í Hraunkoti í Golfklúbbnum Keili, en Birgir er auk þess feykigóður kylfingur. Hann heldur úti frábærri golfsíðu, Golfkylfur.is sem komast má á með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

1-bb

Birgir Bjornsson (37 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Margrét Bjarnadóttir 14. júlí 1941(74 ára); Brynjar Björnsson 14. júlí 1961 (54 árs);  Guðrún Dröfn Emilsdóttir, 14. júlí 1967 (48 ára); Erica Blasberg, f. 14. júlí 1984-d. 9. maí 2010.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is