Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru Bill Haas og Nick Dougherty. Báðir eru fæddir 24. maí 1982 og eiga því 40 ára stórafmæli í dag.

Haas gerðist atvinnumaður í golfi 2004 eftir að hafa spilað golf með golfliði Wake Forest háskólans. Bill Haas hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour.

Dougherty gerðist atvinnumaður 2001 og sigraði þrívegis á Evróputúrnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Walter Zembriski, 24. maí 1935 (87 ára); Frosti Eiðsson, 24. maí 1963 (59 ára); Gaui KRistins, 24. maí 1970 (52 ára); Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, 24. maí 1971 (51 árs); Bill Haas, 24. maí 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI); Nick Dougherty, 24. maí 1982 (40 ára STÓRAFMÆLI); Pétur Magnússon, GK, 24. maí 1995 (27 ára); Villý Þór Ólafsson, Mokka Sýningar (62 ára), Iceland On Track og Neglur Ez-flow Neglur …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is