Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Beth Daniel ——– 14. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Beth Daníel.  Berth Daníel fæddist14. október 1956 í Charlston Suður-Karólínu og á því 60 ára stórafmæli í dag. Sem áhugamaður spilaði Daníel m.a. í bandaríska háskólgolfinu með liði Furman. Hún byrjaði atvinnumannsferil sinn á LPGA 1979 og sigraði í 33 mótum mótaraðarinnar, þ.á.m. eitt risamót Women´s PGA Championship 1990. Hún hefir þegar verið vígð í frægðarhöll kylfinga.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse CarlyleJ.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (76 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (60 ára);  Ásta Óskarsdóttir, GR, 14. október 1964 (52 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (33 ára) ….. og …..

Barnaföt Og Fleira Sala (36 ára)

Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (55 ára)

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is