Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2018 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bert Yancey og Jeff Barlow – 6. ágúst 2018

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Bert Yancey og Jeff Barlow.

Bert Yancey fæddist í Chipley, Flórída 6. ágúst 1938 og hefði orðið 80 ára í dag, en hann lést 26. ágúst 1994, nýorðinn 56 ára. Yancy þjáðist af manío-depressívu alla ævi, en lést um aldur fram úr hjartaslagi í golfvellinum. Hann sigraði m.a. 7 sinnum á PGA Tour. Hann lét eftir sig eiginkonu sína Cheryl og dóttur þeirra Andreu, en auk þess átti Bert 4 börn úr fyrra hjónabandi, dótturina Tracy og 3 syni: Charles, Scott og Jeffrey, og tvö barnabörn.

Jeff Barlow hins vegar fæddist 6. ágúst 1968 og á því 50 ára stórafmæli í dag.  Barlow var m.a. í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði University of Florida en margir þekktir kylfingar voru í liðinu, m.a. Chris di Marco og e.t.v. minna þekktir kylfingar eins og Pat Bates og Dudley Hart. Barlow lék síðan nokkur mót á PGA Tour.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Ford, (f. 6. ágúst 1922 – d. 15. maí 2018);  Pétur Steinar Jóhannesson, 6. ágúst 1942 (75 ára); Tom Inskeep, 6. ágúst 1955 (63 ára) – lék á kandadíska PGA; Indíana Fanndal, 6. ágúst 1960 (58 ára); Michel Besancenay, 6. ágúst 1962 (56 ára); Lauren Cowan, 6. ágúst 1964 (54 ára); William Fred Mayfair, 6. ágúst 1966 (52 ára) – lék á bandaríska PGA Tour; Karlin Beck, 6. ágúst 1987 (31 árs) …… og …… Morten Hagen

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is