Benedikt Sveinsson, GK. Mynd: helga66.smugmug.com
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 12. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Sveinsson – 12. desember 2011

Það er Benedikt Sveinsson, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins, en Benedikt fæddist 12. desember 1994 og er því 17 ára í dag. Benedikt er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili. Hann hefir spilað á Arionbankamótaröð unglinga í ár, með góðum árangri. Svo góðum að nú nýverið valdi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari hann í afrekshóp Íslands. Benedikt er m.a. Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með piltasveit GK árið 2011.

Benedikt Sveinsson, GK

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:   Shirley Englehorn, 12. desember 1940 (71 árs);  Leslie Holbert, 12. desember 1945 (66 ára); Lenore Rittenhouse, 12. desember 1955 (56 ára);  Philip Parkin, 12. desember 1961 (50 ára);  Deane Pappas, 12. desember 1967 (44 ára);  Ryuichi Oda, 12. desember 1976 (35 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is