Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árni Sævar Jónsson golfkennari – 20. apríl 2023

Það er Árni Sævar Jónsson, golfkennari, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árni er fæddur 20. apríl 1943 og á því 80 ára merkisafmæli í dag!!!

Árni er einn af okkar albestu golfkennurum en hann hefir kennt mörgum kylfingnum í gegnum tíðina, einkum á Akureyri en líka hjá GKJ (nú GM) þegar hann var í Mosfellsbæ um tíma. Á síðustu árum hefir Árni einkum kennt á Dalvík og eftir að hann kom þangað lét árangurinn ekki á sér standa en telpnasveit GHD hafnaði í 1. sæti í sveitakeppni GSÍ 2011, sem hafði aldrei áður gerst. Telpnasveit GHD 2011, með Árna Jónsson sem þjálfara, eru fyrstu (og sem stendur einu) Íslandsmeistarar sem GHD hefur eignast í sveitakeppni.

Dóttir Árna er Árný Lilja Árnadóttir, margfaldur klúbbmeistari í GSS. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Árni Jónsson – Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Morris Jr. 20.apríl 1851-d. 1881;  Sigþóra O Sigþórsdóttir, 20. apríl 1962 (61 árs); Rósa Arnardóttir, 20. apríl 1962 (61 árs); Bjarni Haukur Þórsson, 20. apríl 1971 (52 ára); John Gerard Senden, 20. apríl 1971 (52 ára); Karlotta Einarsdóttir, NK, 20. apríl 1984 (39 ára) …. og …. Hrönn Kristjánsdóttir GK, 20. apríl og Flavia Moreira Lima Granella

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is