Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
Afmæliskylfingur dagsins er indverski kylfingurinn Arjun Atwal. Hann fæddist í Asansol á Indlandi, 20. mars 1973 og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er sonur iðnjöfursins Harminder Singh Atwal (alltaf kallaður Bindi – d. júli 2022) og var í St. James School í Kolkata og 14 ára byrjaði hann í golfi – spilaði þá bæði í the Royal Calcutta Golf Club og Tollygunge Club.Hann var á menntaskólaárunum einnig 2 ár við nám í Bandaríkjunum þ.e. í W. Tresper Clarke High School, í Westbury, New York. Atwal spilaði einnig í bandaríska háskólagolfinu með liði Nassau Community College. Arjun Atwal er sikki.
Atwal gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Á ferli sínum sigraði Atwal í 13 mótum og var fyrsti kylfingurinn frá Indlandi til þess að spila á PGA og sigra í móti á PGA mótaröðinni, en það gerðist 22. ágúst 2010 á Wyndham Championship, í N-Karólína.
Arjun lenti í leiðindabílslysi í Flórída, árið 2007, þar sem hann varð mannsbani og átti lengi vel erfitt á eftir.
Arjun er kvæntur Sonu (frá árinu 2002) og á með henni börnin: Krishen og Ritiku.

Sona, Krishen og Arjun með Ritiku
Í dag býr Atwal bæði í Kolkata á Indlandi og í Windemere, Flórída.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herta Kristjánsdóttir, 20. mars 1944 – d. 29. janúar 2014; Kathy Baker Guadagnino, 20. mars 1961 (62 ára); Arjun Atwal, 20. mars 1973 (50 ára); Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (39 ára); Charley Hull, 20. mars 1996 (27 ára); Lr Heilsuvörur Snyrtivörur, 20. mars 1967 (56 ára); D-prjón Prjón, 20. mars 1967 (56 ára); Gísli Rúnar Jónsson 20. mars …. og ….
Golf 1 óskar kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
