Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Singh Atwal – 20. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Indverjinn Arjun Atwal. Atwal fæddist 20. mars 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!
Atwal fæddist inn í sikha fjölskyldu Harminder Singh Atwal (en pabbi Arjun er þekktur iðnjöfur í Asansol og Kolkata í Vestur-Bengal á Indlandi). Atwal byrjaði í golfi 14 ára og var meðlimur í Royal Calcutta golfklúbbnum og Tollygunge golfklúbbnum, sem þykja meðal þeirra bestu á Indlandi. Hann var einnig í 2 ár í námi í Bandaríkjunum í W. Tresper Clarke High School, í Westbury, New York. Eldri bróðir Arjun Atwal, Govind Singh Atwal er einnig mjög góður kylfingur.
Arjun Atwal gerðist atvinnumaður 1995 og spilar á 3 mótaröðum: bandaríska PGA, Evróputúrnum og Asíutúrnum. Hann var fyrsti Indverjinn til þess að sigra í móti á bandaríska PGA, en það var Wyndham Championship 22. ágúst 2010, en þar átti hann 1 högg á David Toms. Alls hefir Arjun Atwal sigrað 11 sinnum í atvinnumannamótum á ferli sínum, en auk framangreinds sigurs hefir hann unnið í 3 mótum á Evrópumótaröðinni, 7 á Asíutúrnum og 1 á Web.com túrnum og 2 öðrum mótum (athugið að mót sem talið er sem sigur á Evrópumótaröðinni kann einnig að vera talið sem sigur á Asíutúrnum vegna samvinnu mótaraðanna um mótahald – hér að framan eru 3 mót Arjun því tvítalin).
Arjun Atwal er kvæntur konu sinni Sonu (frá 2000) og eiga þau 2 börn: Ritiku og Krishen.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dale Reid, 20. mars 1959 (54 ára); John Merrick, (spilar á PGA Tour) 20. mars 1982 (31 árs); Sung Ah Yim (임성아), 20. mars 1984 (28 ára), LPGA-kylfingurinn Rebecca Lee-Bentham, 20. mars 1992 (21 árs) LET-kylfingurinn Charley Hull 20. mars 1996 (17 ára) … og …
-
F. 20. mars 1996 (17 ára)
-
Golf 1 óskar kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024




