Sumir ferðuðust langa leið til að spila í Febrúarmóti GSG – feðgarnir Arinbjörn og Tumi Kúld komu alla leið frá Akureyri. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arinbjörn Kúld – 29. desember 2020

Afmæliskylfingur dagsins er Arinbjörn Kúld.

Hann er fæddur 29. desember 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag!!! Hann er í GA og kvæntur Önnu Einarsdóttur og eiga þau afrekskylfinginn Tuma Hrafn Kúld.

Komast má á facebook síðu Arinbjarnar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Arinbjörn Kúld –  Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Curt Allen Byrum, 29. desember 1958 (62 ára ); Ásta Henriksen, 29. desember 1964 (56 ára); Bruce Bulina, 29. desember 1966 (54 ára); Drew Hartt, 29. desember 1966 (54 ára); Finnbogi Þorkell Jónsson, 29. desember 1981 (39 ára); Robert Dinwiddie, 29. desember 1982 (38 ára); Martin Laird, 29. desember 1982 (36 ára); Helga Rut Svanbergsdóttir, 29. desember 1982 (38 ára); Jason Nói Arnarsson ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is