Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Sólveig Snorradóttir – 20. maí 2012

Það er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna Sólveig er fædd 20. maí 1995 og því 17 ára í dag. Hún byrjaði að æfa golf 9 ára, en prufaði fyrst þegar hún var 8 ára. Í dag er Anna Sólveig í afrekshóp GSÍ. Hún tók m.a. í s.l. mánuði þátt í Opna írska U-18 ára mótinu og stóð sig mjög vel, náði 2. besta árangri íslensku þátttakendanna.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Dalli

Anna Sólveig spilar á Unglingamótaröð Arion banka og er sem stendur í 5. sæti í sínum aldursflokki 17-18 ára stúlkna eftir 1. dag.  Afmæliskylfingurinn verður við keppni í dag uppi á Skaga. Komast má á facebook síðu Önnu Sólveigar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér fyrir neðan:

Anna Sólveig (17 ára )
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Dave Hill, 20. maí 1937- d. 27. september 2011 (bróðir Mike Hill, f.  27. janúar 1939) Vann Harry Vardon skjöldinn ´69;  Liselotte Neumann, 20. maí 1966 (46 ára);  David Smail, 20. maí 1970 (42 ára)….. og ……..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is