Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962 og því 55 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi. Anna Snædís er auk þess oftast ofarlega í golfmótum t.a.m. var hún í efsta sæti eftir 1. púttmót á Púttmótaröð Keiliskvenna nú nýverið á 27 púttum. Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (75 ára); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (66 ára);  Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (64 ára); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (39 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (35 ára); Lejan Lewthwaite, 12. febrúar 1991 (26 ára); Regan De Guzman (filipseyskur kylfingur á LPGA – 25 ára) ….. og…..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is