Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2011 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari karla í GR árið 2011, Andri Þór Björnsson. Andri Þór fæddist 10. nóvember 1991 og á því 20 ára stórafmæli í dag!

Afmæliskylfingurinn okkar, Andri Þór Björnsson ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, en þau eru klúbbmeistarar GR 2011. Mynd: grgolf.is

Afrek Andra Þór eru þó nokkur á golfsviðinu t.a.m. sigraði hann á 5. stigamóti GSÍ mótaraðarinnar á Leirdalsvelli 2009. Andri Þór tók þátt í Harder German Junior Masters 2010. Svo er Andri Þór ekki bara góður í golfi heldur kennir hann yngri flokkum GR golf og er vinsæll kennari.

Foreldrar Andra Þór eru Björn Ólafur Bragason og Guðný Brynhildur Þórðardóttir og Andri Þór á 2 systur: Evu Karen og Eydísi Önnu.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Morris Hatalsky, 10. nóvember 1951 (60 ára); Lee Cross Rinker, 10. nóvember 1960 (51 árs); Tish Certo, 10. nóvember 1964 (46 ára); Sigmundur Einar Másson, GKG, 10. nóvember 1983 (28 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is