Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Amy Reid – 25. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Amy Reid. Reid fæddist 25. maí 1962 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er LPGA golfkennari, sem m.a. hefir árlega staðið fyrir golfnámskeiðum fyrir fjölskyldur bandarískra hermanna, sem staðsettir eru í Japan, m.a. á Yokota Air base.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert A. Shearer, 25. maí 1948 (73 ára); Donald Albert Weibring Jr., 25. maí 1953 (69 ára); Amy Reid, 25. maí 1962 (60 ára); Melissa McNamara 25. maí 1966 (56 ára); Debbi Miho Koyama, 25. maí 1968 (54 ára); Einar Guðjónsson, 25. maí 1971 (51 árs); Christian Nilsson, 25. maí 1979 (43 ára); Rafael Cabrera-Bello, 25. maí 1984 (38 ára); og Uthlid Iceland Cottages, 25. maí 1991 (31 árs) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is