Afmæliskylfingur dagsins: Alice Bauer – 6. október 2011
Alice Bauer fæddist í dag 6. október 1927 og hefði því orðið 84 ára í dag hefði hún lifað en hún dó 2002 úr krabbameini.
Alice var sú eldri af „Bauer-systrunum”, sem voru dætur atvinnukylfingsins Dave Bauer. Alice var elsta dóttir Dave og henni var lýst þannig af vinum að hún væri „frábær í púttunum, en með óhefðbundna sveiflu.” Alice var sem barni þvælt sýslu úr sýslu á golfsýningar, sem hún hélt ásamt systur sinni Marlene.
Alice, sem kom frá Eureka í South-Dakota vann fyrsta titil sinn 14 ára á South Dakota Amateur Championship og vann jafnframt þetta ár fyrsta titlil sinn sem framúrskarandi kvenkylfingur South-Dakota.
Bauer fjölskyldan fluttist til Kaliforníu og Alice réði fljótt lögum og lofum á Long Beach Invitational næstu 6 árin, sigraði ár hvert 1944-1949. Árið 1949 vann hún Southern California Amateur Championship og síðan varð hún og síðan gerðist hún atvinnumaður í golfi 1959 og varð ásamt systur sinni til þess að stofna LPGA . Smám saman þegar þær systurnar spiluðu, þá voru nöfn þeirra þekkt í golfstöðum vegna sögu þeirra sem undrabörn í íþróttinni. Og eins og margar ungar stúlkur, voru þær plataðar til að spila með smá hvatningu. Pabbi þeirra sagði þeim t.d. að ef þær væru á ákveðnu skori myndi hann kaupa handa þeim nýju skóna, sem þær langaði í o.s.frv.” sagði einn félagi þeirra á túrnum síðar. „Þessar stúlkur voru vel þekktar á túrnum, jafnvel fyrir daga LPGA. Allir sem vissu eitthvað um golf höfðu heyrt um Bauer systurnar.”
Alice sigraði aldrei á LPGA, en hún knúði fram umspil við Marilynn Smith árið 1955 í Heart of America mótinu. Árið 1956 varð hún 14. á peningalista LPGA.
Hún giftist Bob Hagge, sem skildi við hana og kvæntist síðar systur hennar, Marlene. Hún giftist aftur og tók þátt ásamt Bettlye Danoff í því að ferðast á túrnum ásamt börnum sínum. En líkt og Danoff, þá dró hún úr þátttöku á mótum til að geta verið heima með börnum sínum og kenndi golf í staðinn og spilaði aðeins í fáum mótum ár hvert allt þar til á 8. ágatugnum (1970 og eitthvað).
Seint á ævinni dundaði hún sér við það að búa til skartgripi. Hún bjó í gömlum námabæ í Arizona fjöllunum og reyndi að vinna bug á krabbameininu sem hrjáði hana um langt skeið með óhefðbundum lækningum. Sjúkdómurinn bar hana ofurliði að lokum og hún dó 2002.
Heimild: ladygolfgiftguru
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Ásdís Helgadóttir, GR, 6. október 1969; Pam Kometani, 6. október 1964, Martha Richards, 6. október 1969, Guðmundur Hilberg Jónsson, GÁ, 6. október 1969; Birgir Hermannsson, 6. október 1970, Valdís Arnórsdóttir, 6. október 1972.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024