Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2011 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bjarki Pétursson, GB – 2. desember 2011

Það er Bjarki Pétursson, GB, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bjarki er fæddur 2. desember 1994 og er því 17 ára í dag. Bjarki er efnilegasti kylfingur Íslands skv.viðurkenningu sem hann hlaut á lokahófi GSÍ, 10. september 2011.

Golfárið hefir verið einstaklega gott hjá Bjarka hann varð klúbbmeistari GB, 3. árið í röð. Bjarki tók þátt í Duke of York mótinu á Hoylake vellinum hjá Royal Liverpool klúbbnum og náði 16. sæti, sem er góður árangur í ljósi þess að veðrið var að leika keppendur grátt alla dagana. Eftirminnilegur er árangur Bjarka á Hólmsvelli í sumar, en hann lék Leiruna á 68 höggum í 2. móti Arionbankamótaraðar unglinga, 4. júní sl. Eins var Bjarki kjörinn Íþróttamaður Borgarfjarðar á Íþróttahátíð UMSB fyrr á árinu.

Bjarki er  Íslandsmeistari 2011 í bæði höggleik og holukeppni í piltaflokki 17-18 ára. Glæsilegur árangur!

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: John Matthew Shippen, Jr., (f. 2. desember 1879 – 20. maí 1968); Jay Haas, 2. desember 1953 (58 ára); Logi Bergmann Eiðsson, NK, 2. desember 1966 (45 ára); Alexander Čejka, 2. desember 1970 (41 árs); Ölver Jónsson, 2. desember 1970 (41 árs); Marco Ruiz, 2. desember 1974 (37 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is