
Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2011
Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember Borgomanero á Ítalíu 1973 og er því 38 ára í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp aftur, varð í 7. sæti árið 2008, en náði ekki að vera á topp 120 í Race to Dubai árið 2009, þannig að hann spilaði aftur á Áskorendamótaröðinni 2010.
Tadini hefir sigrað þrívegis á Áskorendamótaröðinni, fyrsta skipti á Costa Rica Open, 2008, í 2. sinn á Oceânico Group Pro-Am Challenge sama ár og svo í Credit Suisse Challenge, árið 2010.
Besta keppnistímabil Tadini til þessa á Evrópumótaröðinni var 2005, þegar hann var í 98. sæti á Order of Merit, en í móti er besti árangurinn T-2 á Aa St. Omer Open, árið 2004.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Steinunn Fjóla Jónsdóttir, 30. nóvember 1970; Anthony Kang, 30. nóvember 1972 (39 ára); Arnar Halldórsson, f. 30. október 1972 (39 ára); Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, f. 30. nóvember 1979 (32 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023