Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Blake Adams –—- 27. ágúst 2020

Það er Blake Adams, sem er afmæliskylfingur dagsins. Blake Adams fæddist 27. ágúst 1975 í Bartlesville, Oklahoma og á því 45 ára afmæli í dag. Hann bjó þó aðeins í Oklahoma í 2 mánuði en fluttist með fjölskyldu sinni til Dalton í Georgía ríki, þar sem hann bjó til 16 ára aldurs. Hann fluttist síðan til Eatonton og útskrifaðist frá Gatewood School og skráði sig í University of Georgía í Athens, en flutti sig síðan yfir í Georgia Southern University í Statesboro þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í félagsfræði árið 2001 og gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift, eftir að hafa spilað í bandaríska háskólagolfinu.

Adams er 1,9 m á hæð og 93 kg.

Meiðsli hrjáðu Adams og hann spilaði á ýmsum minni mótaröðum þar til hann komst á Nationwide Tour árið 2007 og 2010 var hann kominn á PGA  Tour.

Besti árangur Adams í risamótum er T-7 árangur á PGA Championship árið 2012.

Í dag býr Adams í Swainsboro, Georgíu ásamt konu sinni og tveimur börnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (67 ára), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (63 ára); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (63 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (63 ára); Soffía K Pitts, 27. ágúst 1958 (62 ára); Pat Kosky Gower, 27. ágúst 1968 (52 ára); Hafdís Su 27. ágúst 1977 (43 ára); Richard Sterne, 27. ágúst 1981 (39 ára); Birdie Kim, 27. ágúst 1981 (39 ára); Aldís Ósk Unnarsdóttir, 27. ágúst 1997 (23 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is