Evening golf in Iceland. Photo: Alastair Kent
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent ——- 6. febrúar 2020

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 50 ára stórafmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Alastair, með því að SMELLA HÉR:

Alastair á Bangalore golfvellinum í Indlandi, sem er einn sá mest sérstaki sem hann hefir spilað á. Mynd: Í eigu Alastair 

Alastair – Innilega til hamingju með árin 50!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: James Braid, (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950); Þórunn Steingrímsdóttir, 6. febrúar 1951 (69 ára); Rúnar Garðarsson, 6. febrúar 1964, GÞH (56 ára); Benn Barham, 6. febrúar 1976 (44 ára); Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (41 árs STÓRAFMÆLI!!!); spilaði á LPGA; Chris Lloyd, 6. febrúar 1992 (28 ára); Aðalsteinn Maron Árnason, 6. febrúar 1998 (22 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is