Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 18. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og á því 66 ára afmæli í dag. Hún er í Nesklúbbnum. Ágústa Dúa á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni.

Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. hefir hún á undanförnum árum tekið þátt í Lancôme mótinu á Hellu og átt sæti í liði NK í liðakeppni GSÍ.

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með stórafmælið hér fyrir neðan:


Ágústa Dúa Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (71 árs); Joe Naomichi Ozaki 18. maí 1956 (66 ára); Tom Jackson 18. maí 1960 (62 ára); Sigurrós Allansdóttir 18. maí 1963 (59 ára); Jaime Gomez, 18. maí 1967 (55 ára); Þorkell Þór Gunnarsson 18. maí 1980 (42 ára); Sideri Vanova, 18. maí 1989 (33 ára), tékknesk spilar á LET Access …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is