Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adele Peterson —– 19. janúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Adele Peterson. Adele fæddist 19. janúar 1963 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Sem áhugamaður varð Adele í 2. sæti 1978, 1981 og 1983 á Oklahoma Women’s State Amateur. Hún komst í fjórðungsúrslit í Broadmoor Invitational 1984 og í Trans National 1985 og árin 1982 og 1984 í Western Women´s Championship. Hún sigraði á Harder Hall Invitational 1986.

Það ár (1986) úrskrifaðist Adele frá Tulsa háskóla með gráðu í markaðsfræðum. Á háskólaárum sínum í var hún first team All-American 1986 og sigraði á US vs. Japan-NCAA keppninni í Tokyo, 1986.

Adele kvæntist Paul Peterson þann 24. nóvember 1989 – en hét þar áður Adele Lukken. Adele eignaðist dætur sínar Paige þann 11. mars 1992 og Lucia Lea 23. ágúst 1994. Hún segir Mike McGetrick, íþróttasálfræðing Fran Pirozollo yfirgolfþjálfa University of Tulsa Dale McNamara vera þá einstaklinga, sem hafa haft mest áhrif á feril hennar. Meðal áhugamála er fasana- og „quail“ veiðar, stangveiðar, hjólreiðar og að spila á píanó.

Adele Lukken Peterson

Adele var valin “Miss Golf” af Golf Digest, árið 1981.

Adele komst á LPGA mótaröðina árið 1986. Hún átti besta hring sinn upp á 67 á Rail Charity Golf Classic, 1988.
Árið 1991 var hún T-15 á U.S. Women’s Open risamótinu, sem var besti árangur hennar á risamóti.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mary Mills 19. janúar 1940 (83 ára); Brynhildur Gunnarsdóttir, 19. janúar 1968 (55 ára);  Angels Love Nails , 19. janúar 1972 (51 árs); Doug Norman LaBelle II, 19. janúar 1975 (48 ára); Brian Harman, 19. janúar 1987 (36 ára ); Tommy Fleetwood, 19. janúar 1991 (32 ára);  Elías Björgvin Sigurðsson, GKG, 19. janúar 1997 (26 ára)….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is