Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Stefánsson – 20. september 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 36 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012 og síðan varð Adam Örn klúbbmeistari GVS 2015.

Adam Örn Stefánsson, klúbbmeistari GVS 2015.

Adam Örn Jóhannsson · 36 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (58 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (55 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (45 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (38 ára – spilar á PGA Tour)

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is