Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tom Kite – 9. desember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er Oliver Tom Kite, en hann fæddist 9. desember 1949 í McKinney, Texas og er því 62 ára í dag. Á árunum 1989-1994 var hann í 175 vikur á topp-10 á heimslistanum. Tom gerðist atvinnumaður í golfi 1972 og á ferli sínum hefir hann sigrað alls 38 sinnum, þ.á.m. 19 sinnum á PGA (þar af 1 sinni á risamóti Opna bandaríska 1992) 2 sinnum á Evróputúrnum og 10 sinnum á Champions Tour.

Andlegur þjálfari Kite í golfinu var Bob Rotella, sem t.d. notar Kite mikið í dæmisögum sínum í hinni gríðarvinsælu bók sinni: Golf is not a game of perfect.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Orville Moody, 9. desember 1933 (78 ára); Björn Steinn Sveinsson, 9. desember 1957 (54 ára); Þórleif Lúthersdóttir, 9. desember 1960; Bergur Konráðsson, 9. desember 1966 (45 ára); Cathy Mockett, 9. desember 1967 (44 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is