Þóra Kristín Ragnarsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 14 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Unglingamótaröð Arion banka og hefir staðið sig frábærlega í sumar.  T.a.m. sigraði hún á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og það kom til umspils um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Frábær árangur hjá stórefnilegum kylfingi!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Arnaud Massey, 6. júlí 1877;  Azuma Yano, 6. júlí 1977 (35 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is