Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2012 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: – Helgi Dan Steinsson 4. mars 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Dan Steinsson, GL, en hann er fæddur 4. mars 1976 og því 36 ára í dag. Helgi byrjaði í golfi aðeins 5 ára, eftir að hafa fengið gefins golfkylfu.

Helgi er núverandi klúbbmeistari GL þ.e. 2011, en hefir auk þess hlotið klúbbmeistaratitil GL 5 sinnum: 2010, 2007, 2006,  2001 og 1999.

Afmæliskylfingurinn Helgi Dan ásamt Friðmey Jónsdóttur þegar þau urðu klúbbmeistarar GL 2006. Mynd: Skessuhorn

Eins hefir Helgi sigrað á ýmsum opnum mótum t.a.m. Haraldarmótinu á Akranesi 1990; Aquarius móti GB 1995; Opna Akranesmótinu 2001 og á Landsmóti lögreglumanna 2002.

Helgi var í sigursveit Íslands á NM lögreglumanna 2002.

Árið 2002 setti Helgi Dan vallarmet á Vestmannaeyjarvelli, lék hann á 63 höggum, -7 undir pari.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Small, 4. mars 1966 (46 ára) og ….


F. 4. mars 1995 (17 ára)
F. 4. mars 1958 (54 ára)
F. 4. mars 1966 46 ára)
F. 4. mars 1966 (46 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum sem og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is