Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Janet Coles – 4. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er  Janet Coles. Janet fæddist 4. ágúst 1954 og er því 58 ára í dag. Hún spilaði hér áður fyrr á LPGA og sigraði tvívegis; á Ladies Michelob, 8. maí 1983 og Natural Light Tara Classic, 30. aprí 1978.  Þann 22. ágúst 2011 var Janet ráðin sem þjálfari hjá Dartmouth College.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is