Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2011 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Freyr Hansson, GHD – 23. desember 2011

Það er Guðmundur Freyr Hansson, GHD, sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundur Freyr  er fæddur 23. desember 1962 og er því 49 ára í dag. Afmæliskylfingurinn okkar á sæti í stjórn GHD, er  formaður mótanefndar. Hann tók þátt í nokkrum opnum mótum í ár, t.d. Dalvíkurskjálftanum og Jakó Namó mótinu.

Guðmundur Freyr er kvæntur Valgerði Maríu Jóhannsdóttur og á 4 börn: Hans Friðrik, Jónínu Björg, Magneu Helgu og Söndru Dögg.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Herman Barron, f. 23. desember 1909 – d. 11. júní 1978;  Eyrún Birgisdóttir, 23. desember 1952 (59 ára); John Bickerton, 23. desember 1969 (42 ára);  Daníel Chopra 23. desember 1973 (38 ára); Pétur Andri Ólafsson, 23. desember 1992 (19 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is