
Afmæliskylfingur dagsins: Jeev Milkha Singh – 15. desember 2011
Það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Sá sem er afmæliskylfingur dagsins að þessu sinni eru þó sá sem á 40 ára stórafmæli af þessum stjörnufans: indverski kylfingurinn Jeev Mikha Singh.
Jeev fæddist 15. desember 1971 í Chandigarh á Indlandi.
Hann er fyrsti indverski kylfingurinn til þess að spila á Evrópumótaröðinni.
Foreldrar hans eru indverski Olympíufarinn Milkha Singh og Nirmal Kaur, sem er fyrrum fyrirliði indverska kvennablakliðsins.
Frá því Jeev gerðist atvinnukylfingur 1993 hefir hann sigrað 19 sinnum, þar af þrívegis á Evrópumótaröðinni og 4 sinnum á japanska PGA. Besti árangur hans á risamótum er að verða jafn öðrum í 9. sæti á PGA Championship árið 2008.
Jeev er kvæntur æskuástinni sinni Kudrat, en snemma eru gerðir samningar milli fjölskyldna á Indlandi um giftingu barna á grundvelli stjörnumerkja þeirra.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Don Johnson,leikari og áhugakylfingur, 15. desember 1949 (62 ára); Jane Park, 15. desember 1986 (25 ára); Nontaya Srisawang, frá Thaílandi 15. desember 1987 (24 ára); Klara Spilkova, 15. desember 1994 (17 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- apríl. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2021
- apríl. 16. 2021 | 10:00 Tiger fjarlægði golfvöll
- apríl. 7. 2021 | 10:00 Valdís Þóra segir skilið við atvinnumennskuna í golfi
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída