Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sun Young Yoo – 13. desember 2011

Það er Sun Young Yoo (유선영) sem er afmæliskylfingur dagsins en hún er fædd 13. desember 1986  í Seúl í Suður-Kóreu og því 25 ára í dag. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2004. Fyrst spilaði hún á Áskorendamótaröðinni, þar sem hún á skráðan 1 sigur á ferli sínum: á  Betty Puskar Golf Classic árið 2005.  Sigurinn og 10 aðrir topp-10 árangrar hennar í þeim 18 mótum sem hún spilaði í það ár urðu til þess að hún hlaut keppnisrétt á LPGA 2006.

Árið 2010 vann hún síðan fyrsta og eina sigur sinn til þessa á LPGA. Það var í Sybase holukeppninni, þar sem hún varð m.a. að spila gegn Jiyai Shin, sem þá var kvenkylfingur nr 1 á Rolex-heimslistanum. Yoo vann Shin 2&1.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:   Thomas G. Shaw, 13. desember 1938 (73 ára);  Ray Stewart, 13. desember 1953 (58 ára); Sakura Yokomine (横峯さくら) f. 13. desember 1985 (26 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is