Jason Day
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day – 12. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er sá sem vermir 2. sætið á Opna ástralska, Jason Day. Jason fæddist 12. nóvember 1987 og er því 24 ára í dag.

Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað tvívegis  á ferli sínum sem atvinnumaður á HP Byron Nelson mótinu 23. maí 2010 og á Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007.  Eftirtektarverðast er þó góð frammistaða hans á risamótum golfsins þar hefir hann landað 2. sætinu tvívegis þ.e. á Masters 2011 (T-2) og á Opna bandaríska 2011. Sem stendur er Jason Day nr. 7 á lista yfir bestu kylfinga heims.

Jason er kvæntur Ellie Harvey, frá Lucas, Ohio og þau búa í Columbus, Ohio.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag er: John Schroeder, 12. nóvember 1945 (66 ára);  Delroy Cambridge, 12. nóvember 1949 (58 ára); Arnar Gauti Sverrisson; 12. nóvember 1971 (40 ára);

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is