Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2011 | 15:15

Afmæliskylfingar dagsins: Húbert Ágústsson, GVS og Ólafur Már Sigurðsson, GR -11. desember 2011

Það eru tveir góðir íslenskir kylfingar sem eru afmæliskylfingar dagsins að þessu sinni: Húbert Ágústsson, GVS og  Ólafur Már Sigurðsson, GR.

Húbert Ágústsson ásamt börnum sínum. Til hamingju með afmælið! Mynd: Af Facebooksíðu Húberts.

Húbert Ágústsson fæddist 11. desember 1973 og er því 38 ára í dag. Hann er vallarstjóri Kálfatjarnarvallar Golfklúbbs Vatnsleysustrandar  (GVS).  Húbert er kvæntur Kristjönu Þóreyju Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn, Ágúst Axel, 7 ára og Katrínu Önnu 2 ára.Húbert kemur úr mikilli golffjölskyldu en segja má að flestallir fjölskyldumeðlimir séu í golfi; þ.á.m. foreldrar hans Ágúst Húbertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis  og Hrafnhildur Þórarinsdóttir, GK og FH-ingur með meiru og bróðir hans Ólafur Þór Ágústsson, núverandi framkvæmdastjóri golfklúbbsins Keilis og systir, Birna Ágústsdóttir, GK.

Kvitta fyrir á Facebooksíðu Húberts hér:

Ólafur Már Sigurðsson, GR, golfkennari með meiru á líka afmæli í dag, er fæddur 11. desember 1978 og því 33 ára. Af afrekum hans á árinu mætti nefna að hann reyndi fyrir sér á I. stigi  úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi og var aðeins 3 höggum frá því að komast áfram. Hann og Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem einnig fór í úrtökumótið héldu stórt styrktamót í Korpunni – Spanish Open – sem var  vel lukkað í alla staði. Eins var Ólafur Már ásamt Brynjari Eldon með golfþátt á ÍNN í ár. Síðan varð Ólafur Már  Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011, með karlasveit GR og þá er aðeins fátt eitt talið…. ja kanski rétt að geta atviks sem er ógleymanlegt þeirri sem þetta ritar, en það er þegar afmæliskylfingurinn okkar sló 322,3 metra á Hvaleyrinni í  í keppninni „Högglengsti kylfingur Íslands 2007“ og var högglengstur allra kylfinga það ár.

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Bradley Dub Bryant, 11. desember 1954 (57 ára);  David Iwasaki-Smith, 11. desember 1959 (52 ára);  Jean-Louis Lamarre, 11. desember 1959 (52 ára);  Danny Mijovic, 11. desember 1960 (51 árs);
Mary Beth Zimmerman, 11. desember 1960 (51 árs);  Davidson Matyczuk, 11. desember 1967 (44 ára);  Jackie Gallagher-Smith, 11. desember 1967 (44 ára);  Carlie Butler, 11. desember 1981 (30 ára);  François Calmels, 11. desember 1981 (30 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is