Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pam Kometani —— 6. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Pam Kometani, Pam fæddist í Honolulu, Hawaii þann 6. október 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Kometani gerðist atvinnumaður í golfi 1990 og spilaði m.a. á LPGA.  Frægur er leikur hennar gegn Anniku Sörenstam í Long Drugs Challenge í Kaliforníu 1997 en þar tapaði hún gegn sænsku golfdrottningunni í 2 holu bráðabana. Þá var Annika í 1. sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á $326,551 það árið,  en Kometani var í 156. sæti með $629.  Með því að ná 2. sætinu í þessu móti og þar með í verðlaunaféð fyrir það sæti, $46,546  fjórfaldaði Kometani allt verðlaunafé sitt sem hún hafði unnið sér inn á ferli sínum. Kometani var í bandaríska háskólagolfinu í University of Hawaii (UH) og gerðist síðar þjálfari golfkvennaliðs Texasháskóla.

Kim Kometani

Pam Kometani

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John O. Barnum, f. 6. október 1911 – d. 30. október 1996; Alice Bauer, 6. október 1927 – d. 6. mars 2002 (einn af stofnendum LPGA); Martha Richards, 6. október 1969 (45 ára);  Valur Dan Jónsson, GO, 6. október 1981 (33 ára)  ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is