Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Janet Coles ———- 4. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Janet Coles. Janet fæddist 4. ágúst 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag.

Coles spilaði hér áður fyrr á LPGA og sigraði tvívegis; á Ladies Michelob, 8. maí 1983 og Natural Light Tara Classic, 30. aprí 1978.

Þann 22. ágúst 2011 var Janet ráðin sem þjálfari hjá Dartmouth College.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (55 ára).

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is