Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Augusta James (11/54)

Þann 30. nóvember – 4. desember fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.

155 þátttakendur voru að þessu sinni.

11 stúlkur voru jafnar í 44. sæti og hljóta allar takmarkaðan spilarétt. Þetta voru þær: Brianna Do, Augusta James, Emily Collins, Caroline Inglis, Allyssa Ferrell, Haeji Kang, Benyapa Niphatsophon, Alejandra Llaneza, Hannah Burke, Celine Boutier og Krista Puisite.

Allar léku þær á 3 undir pari, 363 höggum.

Allar stúlkurnar sem urðu T-44 á lokaúrtkumótinu nema Augusta James hafa verið kynntar og verður hún nú kynnt í kvöld.

Augusta James er fædd á fyrsta degi Masters mótsins 1993 í Kanada og þar sem báðir foreldrar hennar eru kylfingar var hún skýrð Augusta. Augusta er því 23 ára.

Augusta James byrjaði að spila golf 5 ára. Henni finnst gaman að fara í bío og vera í íþróttum almennt.

Hún spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu og er því tiltölulega nýútskrifuð þaðan þ.e. úr North Carolina State University þar sem hún var í kvengolfliði skólans the Wolfpack.

Sjá má afrek Augustu í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Jafnframt er James í kvennalandsliði Kanada og má sjá kynningarmyndskeið um hana sem landsliðskonu Kanada með því að SMELLA HÉR: 

Árið 2015 var Augusta strax farin að spila í 2. deild bandaríska golfsins SYMETRA TOUR og nú í ár, 2016,  er hún komin með takmarkaðan spilaréttá  sjálfa LPGA mótaröðina.