Svavar Geir Svavarsson, GO. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingar: jóladag og 2. í jólum 2011

Afmæliskylfingar dagsins í dag, 2. í jólum, eru Svavar Geir Svavarsson, GO og Arnar Snær Hákonarson, GR.

Svavar Geir fæddist í Reykjavík, 26. desember 1972 og er því 39 ára í dag.  Hann er með 9,5 í forgjöf og er í golfklúbbnum Oddi. Sjá má nýlegt viðtal afmæliskylfingsins okkar hér á Golf 1 með því að smella HÉR: 

Hinn  afmæliskylfingur dagsins er Arnar Snær Hákonarson, GR. Arnar Snær fæddist 26. desember 1989 og er því 22 ára í dag. Arnar Snær spilaði á Eimskipsmótaröðinni í sumar og náði sérlega góðum árangri á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum, þar sem hann átti m.a. 2. hring upp á 66 högg. Síðan varð Arnar Snær Íslandsmeistari með GR í sveitakeppni GSÍ 2011  og tók í kjölfarið þátt í sveitakeppni klúbba í Tyrklandi s.l. október.  Arnar Snær er 2660. besti kylfingur í heimi á heimslista áhugamanna af 6053, sem eru á þeim lista.

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið í dag!

Arnar Snær Hákonarson, GR. Mynd: gsimyndir.net

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Willie Smith, d. 26. desember 1916;  Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (41 árs);  Giulia Sergas, Ítalíu,  26. desember 1979 (32 ára).

 

AFMÆLISKYLFINGAR 25. DESEMBER 2011 (JÓLADAG)

Í gær var frí á Golf 1. Engu að síður  eiga margir ágætiskylfingar afmæli á jóladag.

Afmæliskylfingur dagsins í gær, jóladag, var  Aðalsteinn Teitsson, en hann fæddist 25. desember 1961 og átti því 50. ára stórafmæli.

Golf 1 óskar Aðalsteini eftir á innilega til hamingju með merkisafmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli í gær, 25. desember 2011 voru m.a.:  Mianne Bagger, 25. desember 1966 (45 ára);  Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (33 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is