
Afmæliskylfingar: jóladag og 2. í jólum 2011
Afmæliskylfingar dagsins í dag, 2. í jólum, eru Svavar Geir Svavarsson, GO og Arnar Snær Hákonarson, GR.
Svavar Geir fæddist í Reykjavík, 26. desember 1972 og er því 39 ára í dag. Hann er með 9,5 í forgjöf og er í golfklúbbnum Oddi. Sjá má nýlegt viðtal afmæliskylfingsins okkar hér á Golf 1 með því að smella HÉR:
Hinn afmæliskylfingur dagsins er Arnar Snær Hákonarson, GR. Arnar Snær fæddist 26. desember 1989 og er því 22 ára í dag. Arnar Snær spilaði á Eimskipsmótaröðinni í sumar og náði sérlega góðum árangri á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum, þar sem hann átti m.a. 2. hring upp á 66 högg. Síðan varð Arnar Snær Íslandsmeistari með GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í sveitakeppni klúbba í Tyrklandi s.l. október. Arnar Snær er 2660. besti kylfingur í heimi á heimslista áhugamanna af 6053, sem eru á þeim lista.
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið í dag!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, d. 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (41 árs); Giulia Sergas, Ítalíu, 26. desember 1979 (32 ára).
AFMÆLISKYLFINGAR 25. DESEMBER 2011 (JÓLADAG)
Í gær var frí á Golf 1. Engu að síður eiga margir ágætiskylfingar afmæli á jóladag.
Afmæliskylfingur dagsins í gær, jóladag, var Aðalsteinn Teitsson, en hann fæddist 25. desember 1961 og átti því 50. ára stórafmæli.
Golf 1 óskar Aðalsteini eftir á innilega til hamingju með merkisafmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli í gær, 25. desember 2011 voru m.a.: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (45 ára); Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (33 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?
- janúar. 25. 2021 | 04:55 PGA: Si Woo Kim sigraði á American Express
- janúar. 24. 2021 | 23:59 LPGA: Jessica Korda sigraði á Diamond Resorts TOC!
- janúar. 24. 2021 | 17:00 Levy vann geggjaðan BMW með flottum ás!
- janúar. 24. 2021 | 16:30 Evróputúrinn: Tyrrell Hatton sigraði á Abu Dhabi HSBC mótinu!
- janúar. 24. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Jónsson – 24. janúar 2021
- janúar. 24. 2021 | 08:00 PGA Tour Champions: Darren Clarke sigraði á Hawaii!
- janúar. 23. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (4/2021)
- janúar. 23. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Yani Tseng ———– 23. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi