
Afmæliskylfingar: jóladag og 2. í jólum 2011
Afmæliskylfingar dagsins í dag, 2. í jólum, eru Svavar Geir Svavarsson, GO og Arnar Snær Hákonarson, GR.
Svavar Geir fæddist í Reykjavík, 26. desember 1972 og er því 39 ára í dag. Hann er með 9,5 í forgjöf og er í golfklúbbnum Oddi. Sjá má nýlegt viðtal afmæliskylfingsins okkar hér á Golf 1 með því að smella HÉR:
Hinn afmæliskylfingur dagsins er Arnar Snær Hákonarson, GR. Arnar Snær fæddist 26. desember 1989 og er því 22 ára í dag. Arnar Snær spilaði á Eimskipsmótaröðinni í sumar og náði sérlega góðum árangri á Egils Gull mótinu í Vestmannaeyjum, þar sem hann átti m.a. 2. hring upp á 66 högg. Síðan varð Arnar Snær Íslandsmeistari með GR í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í sveitakeppni klúbba í Tyrklandi s.l. október. Arnar Snær er 2660. besti kylfingur í heimi á heimslista áhugamanna af 6053, sem eru á þeim lista.
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið í dag!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, d. 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Filipseyjum, 26. desember 1970 (41 árs); Giulia Sergas, Ítalíu, 26. desember 1979 (32 ára).
AFMÆLISKYLFINGAR 25. DESEMBER 2011 (JÓLADAG)
Í gær var frí á Golf 1. Engu að síður eiga margir ágætiskylfingar afmæli á jóladag.
Afmæliskylfingur dagsins í gær, jóladag, var Aðalsteinn Teitsson, en hann fæddist 25. desember 1961 og átti því 50. ára stórafmæli.
Golf 1 óskar Aðalsteini eftir á innilega til hamingju með merkisafmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli í gær, 25. desember 2011 voru m.a.: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (45 ára); Jean Françoise Luquin, 25. desember 1978 (33 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023