Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Vaughan Somers – 27. maí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Vaughan Somers. Somers er fæddur í Queensland, Ástralíu 27. maí 1951 og á því 70 ára merkisafmæli í dag.  Hann spilaði bæði á Evróputúrnum og Ástralasíutúrnum. Á síðarnefnda túrnum sigraði hann 4 sinnum. Besti árangur í risamóti var T-21 árangur á Opna breska 1986. Hann á tvo syni og er framkvæmdastjóri (ens. general manager) the Melbourne Golf Academy (MGA).

Vaughan Somers

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sam Snead f. 27. maí 1912 (hefði orðið 108 ára) d. 23. maí 2002; Alda Steinunn Ólafsdóttir, 27. maí 1944 (77 árs); Vaughan Somers, 27. maí 1951 (69 ára); Sveinn Reynir Sveinsson, 27. maí 1960 (61 árs); Sveinn Ísleifsson, 27. maí 1990 (31 árs);  Guðjón Heiðar Ólafsson, GK, 27. maí 1997 (24 ára);  …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is