Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Th. Matthíessen, Agnes Sigurþórs, Aaron Baddeley og Nökkvi Freyr Smárason – 17. mars 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru hvorki fleiri né færri en 4 í dag: Sigríður Th. Matthíessen, Agnes Sigurþórs, Aaron Baddeley og Nökkvi Freyr Smárason .

GR-ingurinn Sigríður Th. Matthíessen, sem er mörgum kylfingnum að góðu kunner fædd 17. mars 1946 og fagnar  því 75 ára afmæli í dag. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Sigríði með því að SMELLA HÉR: Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Agnes Sigurþórs er fædd 17. mars 1951 og fagnar því 70 ára afmæli í dag.  Hún varð m.a. meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991. Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Aaron Baddeley hefir margoft verið valinn meðal kynþokkafyllstu karlkyns kylfingum. Hann er fæddur í Lebanon, New Hampshire í Bandaríkjunum 17 mars 1981 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Þrátt fyrir að vera fæddur í Bandaríkjunum er Baddeley með ástralskt ríkisfang. Hann er kvæntur Richelle og eiga þau einn son Jeremiah. Baddeley hefir sigrað 8 sinnum á atvinnumannamótum þar af 4 sinnum á PGA Tour. Hæst hefir Baddeley komist í 16. sæti heimslistans. 2008.

Fjórði afmæliskylfingurinn í dag er Nökkvi Freyr Smárason. Hann er fæddur 17. mars 1996 og á því 25 ára stórafmæli. Innilega til hamingju Nökkvi Freyr!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971; Alfreð Alfreðsson, 17. mars 1958 (63 ára); Árni Sigurðsson, 17. mars 1967 (54 ára); Phillip Archer 17. mars 1972 (49 ára); Nora Angehrn, 17. mars 1980 (41 árs); Tumi Hrafn Kúld, GA, 17. mars 1997 (24 ára); Fiskbúð Hólmgeirs Stofnuð 17. mars 1958 (63 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is