Afmæliskylfingar dagsins: Richard Burton, Fred Daly, Valgerður Bjarna, Michelle Wie og Heiða Guðna – 11. október 2011
Afmæliskylfingar dagsins eru þó nokkrir: Bandaríski kylfingurinn Michelle Wie, sem flestum er að góðu kunn og Heiða Guðnadóttir, GKJ eiga sama afmælisdag eru báðar 22 ára í dag.
Michelle spilar á LPGA og hefir tvívegis unnið á þeirri mótaröð: Lorena Ocha Invitational 15. nóvember 2009 og CN Canadian Women´s Open, 29. ágúst 2010. Hún nemur sem stendur í háskóla fyrirmyndar sinnar í golfinu Tiger Woods, Stanford University í Kaliforníu, en má ekki spila með golfliði skólans vegna þess að hún er atvinnumaður. Wie gerðist atvinnumaður aðeins 15 ára. Skemmst er að minnast að hún var í Solheim Cup liði Bandaríkjanna, sem tapaði fyrir Evrópu nú í s.l. mánuði í Killeen Castle á Írlandi, 15:13.
Valgerður Bjarnadóttir, í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, á afmæli í dag, er fædd 11. október 1960.
Fred Daly hefði orðið 100 ára í dag (f. 11. október 1911 – d. 18. nóvember 1990). Fred Daly var norður-írskur atvinnukylfingur, sem er best þekktur fyrir að hafa sigrað Opna breska 1947 á golfvelli Royal Liverpool GCí Hoylake. Hann sigraði alls 21 sinnum á atvinnumannsferli sínum.
Loks hefði Richard Burton (stórkylfingur/ekki leikarinn) orðið 104 ára í dag (f. 11. október 1907-31. desember 1989). Helsta afrek hans í golfinu er að sigra Opna breska árið 1939, á St. Andrews. Hann sigraði með stæl þegar hann fékk fugl á 18. og vann Johnny Bulla með 2 höggum. Burton var í Ryder Cup liði Bretlands árin 1935, 1937 og 1949 og vann 2 af 5 leikjum sínum.
Golf 1 óskar Heiðu, Valgerði og öðrum afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið vitið um afmælisdag einhvers kylfings og viljið koma að stuttri afmælisgrein um hann hér á Golf 1 endilega hafið samband í golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024