Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ólöf María Jónsdóttir og Billy Caspar – 24. júní 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Billy Caspar og Ólöf María Jónsdóttir.

Billy Casper

Billy Caspar (uppnefndur Buffalo Bill) var fæddur 24. júní 1931  í San Diego, Kaliforníu og hefði því átt 90 ára merkisafmæli í dag en hann lést 7. febrúar 2015. Caspar á í beltinu 71 sigra sem atvinnumaður þar af 51 á PGA Tour, sem er gerir Caspar að þeim manni sem sigrað hefir 7. oftast á PGA Tour. Af þessum sigrum Caspar eru 3 á risamótum: hann sigraði á Masters 1970 og Opna bandaríska 1959 og 1966.  Billy Caspar gerðist atvinnumaður í golfi 1954. Hann var kvæntur Shirley (1952 til dauðadags) og átti með henni 11 börn.

Ólöf María fyrsti kvenatvinnukylfingur okkar Íslendinga, sem spilaði á LET. Ólöf María er fædd í dag, 24. júní 1976 og á því 45 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK).

Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

Ólöf María Jónsdóttir – 45 ára– Innilega til hamingju!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Golfistas de Chile (87 ára);Juli Inkster, 24. júní 1960 (61 árs); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 1964 (57 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (49 ára); Louise Friberg, 24. júní 1980 (41 árs); Aron Geir Guðmundsson, 24. júní 1995 (26 ára); Galdrasýning Á Ströndum ….. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is