Afmæliskylfingar dagsins: Hafdís Alda Jóhannsdóttir GHR & GK og Anton Helgi Guðjónsson, GÍ
Það eru Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GHR & GK og Anton Helgi Guðjónsson, GÍ, sem eru afmæliskylfingar dagsins í dag.
Hafdís Alda er fædd 17. desember 1997 og er því 14 ára í dag. Hún er í 2 golfklúbbum GK og GHR. Þrátt fyrir ungan aldur varð hún klúbbmeistari GHR 2011. Eins spilaði Hafdís Alda á unglingamótaröð Arionbanka í sumar. Síðsumars var Hafdís Alda í A-sveit GK í unglingasveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna, sem varð í 3. sæti, eftir hörkubáráttu við sveit GR, sem varð í 2. sæti. Keppt var í Leirunni í Keflavík – sigur GR varð til þess að sveit GHD vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sveitakeppni þessum aldursflokki. Hafdís Alda býr í Hafnarfirði. Þar fermdist hún í vor þann 21. apríl og þar spilar hún líka fótbolta með FH.
Hinn afmæliskylfingur dagsins er Ísfirðingurinn Anton Helgi Guðjónsson, en hann er fæddur 17. desember 1993 og því 18 ára í dag. Hann spilar golf með Golfklúbbi Ísafjarðar og starfaði í golfskálanum á Tungudalsvelli í sumar. Anton Helgi varð klúbbmeistari GÍ árið 2010, en laut lægra haldi fyrir Auðunn Einarssyni í titlvörn sinni í sumar, varð þó engu að síður í 2. sæti. Hann var valinn kylfingur ársins hjá GÍ á aðalfundi klúbbsins í ár, en þann titil hefir hann margoft hlotið undanfarin ár þ.e. 2008 og 2009, en síðarnefnda árið var hann í verðlaunasæti í öllum mótum GÍ það ár. Anton Helgi hefir tekið þátt í ýmsum opnum golfmótum í ár, t.a.m. sigraði hann í Golfmóti Endurskoðunar Vestfjarða, sem fram fór á Syðridalsvelli þeirra Bolvíkinga í júlí í sumar.
Golf 1 óskar afmæliskylfingunum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Rocco Mediate, 17. desember 1962 (49 ára); Tim Clark, 17. desember 1975 (36 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða