Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur Júní, Kristín Inga og Hisako Chako Higuchi – 13. október 2011
Hisako „Chako“ Higuchi (樋口久子) fæddist 13. október 1945 í Kawagoe, Saitama í Japan og er því 66 ára í dag. Chako er þekktust fyirr að hafa sigrað á LPGA Championship risamótinu 12. júní 1977. Þar með varð hún fyrsti Asíu-búinn til þess að sigra risamót, hvort heldur er meðal karla eða kvenna. (Fyrsti karlinn frá Asíu sem vann risamót var Y.E Yang frá Kóreu þegar hann sigraði PGA Championship 2009). Chako er til dagsins eina konan frá Japan til þess að sigra á risamóti LPGA. Chako ásamt Ayako Okamota dómineraði golf í Japan á árunum 1970-1990.
Chako lærði golf af Torakichi Nakamura, sem var hluti af sigurliði Japan 1957 á heimsmeistaramótinu í golfi. Chako varð atvinnukylfingur 1967 og sigraði meir en 69 titla á japanska LPGA. Hún var 31 árs þegar hún sigraði LPGA Championship. Árið 1996 varð Chako síðan forseti japanska LPGA. Árið 2003 varð hún fyrsti japanski kylfingurinn til þess að hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Fleiri Japanir hafa þó hlotið inngöngu eftir Chako þ.e. Isao Aoki (2004), Okamoto (2005) og Masashi Ozaki (2011).
Kylfingarnir Guðmundur Júní Ásgeirsson og Kristín Inga Þrastardóttir, GKS eiga bæði stórafmæli í dag. Guðmundur Júní er 50 ára og Kristín Inga 25 ára. Golf 1 óskar báðum, sem og öðrum afmæliskylfingum dagsins innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir afmæliskylfingar dagsins eru m.a.: Brian Thomas („Bud“ or „Buddy“) Allin 13. október 1944 (67 ára)
Ef þið vitið um afmælisdag einhvers kylfings og viljið koma að stuttri afmælisgrein um hann hér á Golf 1 endilega hafið samband í golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024