Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 29. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Guðfinna Sigurþórsdóttir og Ólöf Björk Björnsdóttir – 29. maí 2021

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ólöf Björk Björnsdóttir og Guðfinna Sigurþórsdóttir. Báðar eru fæddar upp á dag, 29. maí 1946 og eiga því 75 ára merkisafmæli í dag. Guðfinna er móðir Karenar Sævars og Sigurþórs Sævarssonar. Guðfinna er fyrsti golfmeistari Íslands í kvennaflokki, 1967. Eins var Guðfinna eina konan í hópi stofnenda GS, 1964.

Golf 1 óskar þeim Ólöfu Björk og Guðfinnu innilega til hamingju með merkisafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard C. Metz (29. maí 1908 – 5. maí 1993); Patrick Joseph Skerritt, f. 29. maí 1926 – d. 21. nóvember 2001; Björg Traustadóttir, GFB, 29. maí 1965 (56 ára);  Helix Lee, 29. maí 1987 (34 ára); Eyþór Ingi Gunnlaugsson, 29. maí 1989 (32 ára); Noh Seung-yul, 29. maí 1991 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!);  Heather Cox … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is