Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 16:45

Afmæliskylfingar dagsins: Douglas & Zeta-Jones,Van der Walt og Jón Halldór Guðmundsson – 25. september 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru leikarahjónin og áhugakylfingarnir Michael Douglas og Catherine Zeta Jones, sem eiga sama afmælisdag, 25. september; Michael er fæddur 1944 og á 70 ára stórafmæli og Catherine er fædd 1969 og er 45 ára, í dag.  Michael Douglas hóar árlega saman stjörnuliði kylfinga og rennur ágóðinn af golfmóti hans til góðgerðarmála. Catherine hóf að spila golf eftir að hún giftist Michael.  Þau hjón hafa skv. allskyns slúðurblöðum átt ansi erfitt, sem m.a. reiknast á maníu-depressívu Catherine. Þau eiga tvö börn Carys og Dylan.  Sagt er að þau haldi í hjúskap sinn eftir fremur erfiða tíma. 

Annar afmæliskylfingur dagsins er Tjaart Van der Walt, frá Suður-Afríku, sem fæddur er 25. september 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Sjá má grein Golf 1 um Van der Walt með því að SMELLA HÉR: 

Fjórði afmæliskylfingurinn hér á Golf1 í dag er Jón Halldór Guðmundsson, sem fæddur er 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag.  Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið!

1-a-Jon-Halldor Guðmundsson

Jon Halldor Gudmundsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar eru: Heather Locklear, fædd 25. september 1961 ( 53 ára – Sjá afmælisgrein um hana með því að SMELLA HÉR:); Jodie Kidd, 25. september 1978 (36 ára); John Mallinger, 25. september 1979 (35 ára) ; Belen Mozo, 25. september 1988 (26 ára) …. og ….

 

 

Golf 1 óskar afmæliskylfingunnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is